Rafrænar forskráningar ökutækja

Samhliða mikilli aukningu í innflutningi ökutækja var biðtími vegna forskráninga þeirra töluvert til umfjöllunar fjölmiðla sl. vor. Í samræmi við ákvarðanir sem þá voru teknar til að mæta vaxandi þörf innflytjenda hefur Samgöngustofa nú þróað kerfi fyrir rafrænar forskráningar, svo innflutningsaðilar geti forskráð sjálfir.

Þessi rafræna lausn á við um ný gerðarviðurkennd ökutæki og er ætlað að spara tíma, bæði í forskráningum og umsýslu gagna.

Til að innflutningsaðilar geti forskráð sjálfir þurfa þeir að tengjast þessari rafrænu þjónustu í gegnum sín kerfi. Hefur þeim verið kynnt nýja kerfið og nú þegar hafa þrjú bílaumboð, Askja, Toyota og Hekla, hafið undirbúning þess að nýta það og fleiri innflutningsaðilar munu fylgja í kjölfarið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti hefur fjöldi forskráninga ökutækja ársins slegið öll fyrri met á en eldra metið er frá árinu 2005.