Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega
Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega en embættið fékk málið fyrst inn á borð til sín í byrjun sumars. Um 130 tilvik séu til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að átt hefur verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili.
Það var fréttaskýrendaþátturinn Kveikur sem upplýsti fyrst um umfangsmikið svindl bílaleigunnar Procar í byrjun árs 2019. Bílaleigan gekkst við brotunum og hét því að bjóða þeim bætur sem voru blekktir. Saksóknari ætlar að hafa samband við alla brotaþola samkvæmt fréttastofu RÚV.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

