Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega

Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega en embættið fékk málið fyrst inn á borð til sín í byrjun sumars. Um 130 tilvik séu til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að átt hefur verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili.

Það var fréttaskýrendaþátturinn Kveikur sem upplýsti fyrst um umfangsmikið svindl bílaleigunnar Procar í byrjun árs 2019. Bílaleigan gekkst við brotunum og hét því að bjóða þeim bætur sem voru blekktir. Saksóknari ætlar að hafa samband við alla brotaþola samkvæmt fréttastofu RÚV.