Raunverð á bensíni hærra nú en áður

Verð til neytenda á bensíni og dísilolíu um þessar mundir er það hæsta sem sést hefur á liðnum árum.  Vísitala neysluverðs er raunhæfasta viðmiðunin varðandi vöruverð hér á landi.  Sjá má í töflu hér undir að bensínverð til neytenda hefur stigið mikið undanfarið. 

Í töflunni eru upplýsingar um meðalverð á 95 oktana bensíni með þjónustu, í hverjum mánuði frá janúar 1999 til dagsins í dag.  Einnig eru upplýsingar um raunverð í hverjum mánuði miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis.  Taflan sýnir að þvert á fullyrðingar fjármálaráðuneytisins er bensín mun dýrara nú en áður.
Vísitala og bensínverð.