Reglur um hraðakstur í Evrópu koma til framkvæmda 2022

Reglugerð sem lítur að hraðakstri í Evrópu mun koma til framkvæmda 2022. Evrópusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í vikunni. Málið hefur verið lengi til umræðu í Brussel en skiptar skoðanir hafa verið um þetta mál í samgöngudeild bandalagsins.Allir bílar sem koma á götuna frá 2022 verða útbúnir ákveðnum tæknibúnaði sem koma á í veg fyrir hraðakstur. Um  bráðabirgðareglugerð er að ræða til 2024.

Hraðatakmörkunin byggir á mestu á GPS- tækni sem gengur út á það að bifreiðin getur sótt upplýsingar í stafrænt kort sem gefur til kynna hver hámarkshraðinn er á veginum sem bíllinn fer um hverju sinni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið, telur óumflýjanlegt að tækni verði notuð til að halda niðri aksturshraða.

​„Ég er ekkert hoppandi glaður en þetta er óumflýjanlegt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, um þær fregnir að Evrópusambandið ætli að setja kvaðir á bílaframleiðendur um að takmarka hámarkshraða nýrra bíla frá árinu 2022.

Runólfur segir að hraðaeftirliti hafi lengi verið beitt í ýmsum myndum. Nú sé notaður hugbúnaður en áður hafi verið dæmi um að eitthvað væri skrúfað undir bensíngjöfina, til að draga úr aksturshraða. Hann telur að framtíðin beri í skauti sér að bílum verði ekið undir handleiðslu tækja og tóla, sem geti tekið af ökumönnum völdin. Búnaðurinn sé enn í þróun og að innleiðing sé ekki fýsileg nema tæknin sé orðin skotheld.

 „Ég sé þetta ekki detta inn á morgun en þetta er sennilega eitthvað sem gerist í náinni framtíð.“

Runólfur telur að yngri kynslóðirnar muni ábyggilega upplifa sjálfakandi bíla í umferð.

Umfjöllun Fréttablaðsins í heild sinni má nálgast hér.