Renault/Dacia Logan í Indlandi

http://www.fib.is/myndir/RenaultLoganMoskva.jpg
Renault/Dacia Logan er m.a. byggður í Rúmeníu og Rússlandi og nú síðast Indlandi. 

Renault kynnti í morgun samstarfssamning við indverska jeppa- og vörubílafyrirtækið Mahindra í Indlandi um framleiðslu á Renault/Dacia Logan. Verksmiðja Mahindra í Nashik þar sem Loganinn er byggður hefur verið endurbætt og aðlöguð að framleiðslu nútímabíls og mun geta á fullum afköstum skilað árlega af sér 50 þúsund Loganbílum.

Framleiðslan er þegar hafin og verður bíllinn fáanlegur til kaups í 10 helstu borgum Indlands frá 14. þessa mánaðar. Frá og með maímánuði verður hann fáanlegur í 15 borgum til viðbótar. Logan verður fáanlegur bæði með bensín- og dísilvélum og hlgt verður að velja milli sex lita.
http://www.fib.is/myndir/MahindraBrave.jpg

Mahindra hefur til þessa aðallega framleitt jeppa byggða á gamla Willys herjeppanum, vörubíla og dráttarvélar.