Rúmlega 65% nýskráðra bíla eru gráir eða hvítir

Litagleði í bifreiðakaupum er enn af skornum skammti þegar kemur að ákvörðunartöku á lit á bílnum. Gráir og hvítir bílar eru enn í miklum meirihluta nýskráðra bíla.

Rétt rúmlega 65% allra bíla sem skráðir voru á síðasta ári voru annaðhvort gráir (39,1%) eða hvítir (26%). Þrátt fyrir ákveðna íhaldssemi í litavali bifreiða, var þriðji vinsælasti liturinn þó rauður. Voru um 11% nýrra bíla sem báru þann lit.

Næst á eftir voru svartir bílar með um 8,7% hlutdeild. Bláir og brúnir bílar fylgdu svo eftir, sá fyrrnefndi með 6,3% hlutdeild og síðarnefndi 6,9%. Eftir að hafa loksins komist á lista í síðustu árbók, þá var engin bleikur fólksbíll nýskráður á síðasta ári.