Sænskir karlar aka 50% meir en konurnar

Sérstök umferðartölfræðideild í Svíþjóð sem nefnist Trafikanalys hefur komist að þeirri niðurstöðu að konur aki að meðaltali 24 kílómetra á dag en karlar 36 kílómetra eða 50% meir.

Stofnunin hélt utan um tölur um daglega umferðarhegðun og samgöngutækjanotkun Svía á árinu 2011. Samkvæmt niðurstöðum sem nú hafa verið birtar ferðast karlmenn að meðaltali 48 kílómetra á dag, þar af 36 kílómetra akandi sjálfir. Konur ferðast að meðaltali 40 kílómetra á degi hverjum, þar af aka þær sjálfar að meðaltali 24 kílómetra.

Konurnar eru greinilega viljugri til að nýta almannasamgöngur og aðra samgöngumöguleika (leigubíla, ferðaþjónustubíla, flug og skip/ferjur) en karlarnir. Fyrstu 6 kílómetrana af daglegri heildar ferðalengd kvenna (40 kílómetrunum) fara konurnar með almannasamgöngum og 7 kílómetra með leigubílum o.s.frv. Afganginn, 13 km fara þær síðan akandi.

Hjá körlunum er mynstrið þannig að þeir notast við almannasamgöngurnar fyrstu 6 kílómetrana. Næstu 4 kílómetra fara þeir með öðrum samgöngutækjum en afganginn í bílnum.

Að meðaltali ganga og/eða hjóla sænskar konur 1,7 km á dag en karlar 1,8 km á dag.

Rannsóknin var gerð meðal íbúa Svíþjóðar á aldrinum 6-84 ára. Hún náði til allra ferðalaga fólks svo sem ferðalaga til og frá vinnu, ferða í tengslum við vinnu, skólaferðalaga, innkaupaferða, ferðalaga í frítíma og til hverskonar annarra snúninga í daglegu lífi., fritidsresor och andra ärenden.