Sala á bifreiðum jókst um 13,6% fyrstu tvo mánuði ársins

Toyota er mest seldi bíllinn fyrstu tvo mánuði ársins en tölufræði þessa efnis kemur fram á heimasíðu Samgöngustofu. Alls seldust 390 bílar af þessari tegund og Kia kemur þar á eftir með 346 bíla.

Í þessari samantekt kemur fram að sala á nýjum bílum jókst um 13,6%. Nýskráðir bílar voru alls 2.574 en á sama tímabili í fyrra voru þeir 2.257.

BL er með flesta nýskráða bíla fyrstu tvo mánuði ársins, alls 737 bíla og Brimborg er með 425 bíla.

Svo rýnt sé enn frekar í tölur kemur fram að hvítur er vinsælasti bílaliturinn.