Sala á rafbílum heldur áfram að aukast í Kína

Annan mánuðinn í röð jókst sala á rafbílum í Kína og er ljóst að markaðurinn þar er að rétta úr kútnum í heimsfaraldrinum sem hófst þar um slóðir í lok síðasta árs.

Um 109 þúsund rafbílar seldust í Kína í ágúst en bílaframleiðendur hafa fjárfest gríðarlega síðustu misseri á þessum stærsta markaði fyrir rafbíla.

Kínverjar eru að gera sér vonir um að yfir ein bíla rafbíla muni seljast á þessu ári sem er samt um 11% samdráttur frá því á síðasta ári að sögn samtaka kínveskra bílaframleiðenda. Mikið átak hefur verið í gangi í sölu á rafbílum í Kína á síðustu árum og er ljóst að átakið er að skila til ætluðum árangi.

Alls hafa um 14 milljónir ökutækja selst í Kína á fyrstu átta mánuðum ársins sem er rúmlega 9% minni sala samaborið við sömu mánuði í fyrra.