Sala nýrra bíla eykst áfram í Danmörku
27.07.2006
Það eru greinilega engar sérstakar blikur á lofti í efnahagsmálum Danmerkur því að bílasala heldur áfram að aukast stöðugt. En bílategundir og -gerðir sem hafa verið sterkar á markaðinum, sérstaklega kóreskar, hafa látið undan síga á fyrri helmingi ársins og verið að tapa markaðshlutdeild. Auk kóresku bílanna hefur Suzuki frá Japan einnig látið undan síga, en Suzuki hefur verið mjög vinsæl tegund í Danmörku um árabil. Frá þessu er greint í Motor, blaði FDM, systurfélags FÍB í Danmörku.
Kia í Danmörku hefur nú brugðst við samdrættinum undangengna sex mánuði með flví að lækka verðið á smábílnum Kia Picanto. Samdrátturinn er ekki bara hjá Kia heldur öllum þremur kóresku tegundunum; Kia, Hyundai og Chevrolet. Á fyrra helmingi ársins 2005 var markaðshlutdeild kóresku bílanna í Danmörku 12,5% en á fyrra helmingi þessa árs er hlutdeildin komin niður í 9,4%. Hlutfallslega er þetta samdráttur upp á 25%.
Ástæður þessa eru ýmsar að því er Motor greinir frá. Hvað varðar Suzuki þá eru þær helstar að sölubílarnir miklu, Wagon R og Alto eru ekki lengur á markaði í Danmörku. Hvað varðar Kóreubílana þá segir Motor að það skorti á breidd í framboði á bílagerðum en í þeim efnum sé styrkur keppinautanna mikill. Þannig hafi evrópsku framleiðendurnir svarað kóresku samkeppninni með lægra verði. Sem dæmi um það er nefnt að Ford Mondeo og Peugeot 407 lhafa verið lækkaðir umtalsvert í verði. Sömuleiðis sé eldri gerðin af Renault Clio nú á sérstöku afsláttarverði sem sé lægra en á sambærilegum kóreskum bílum.
Aðrar umtalsverðar breytingar á markaðshlutdeild milli 2005 og 2006 eru eftirfarandi:
* VW bætir hlutdeild sína úr 8,0% í 9,5% og er nú kominn fram úr Toyota..
* Opel og Fiat hafa báðir stöðvað fallandi markaðshlutdeild og eru jafnt og þétt teknir að vinna á.
* Renault bætir sinn hlut verulega, ekki síst vegna hagstæðs verðs á eldri gerðinni af Clio um þessar mundir.
* Seat Hefur tekist að hægja verulega á ört fallandi markaðshlutdeild sinni. Þar munar mestu um Seat Leon sem var útnefndur bíll ársins 2006 í Danmörku og líka Seat Altea.
* Honda hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína. Geta skal fless þó að hún var verulega lág í fyrra.
* Lúxusbílarnir BMW, Saab og Alfa Romeo hafa mjög bætt hlutdeild sína. Sömuleiðis er góð aukning hjá Audi og Volvo.
* Nissan og Mitsubishi tapa markaðshlutdeild.
Kia í Danmörku hefur nú brugðst við samdrættinum undangengna sex mánuði með flví að lækka verðið á smábílnum Kia Picanto. Samdrátturinn er ekki bara hjá Kia heldur öllum þremur kóresku tegundunum; Kia, Hyundai og Chevrolet. Á fyrra helmingi ársins 2005 var markaðshlutdeild kóresku bílanna í Danmörku 12,5% en á fyrra helmingi þessa árs er hlutdeildin komin niður í 9,4%. Hlutfallslega er þetta samdráttur upp á 25%.
Ástæður þessa eru ýmsar að því er Motor greinir frá. Hvað varðar Suzuki þá eru þær helstar að sölubílarnir miklu, Wagon R og Alto eru ekki lengur á markaði í Danmörku. Hvað varðar Kóreubílana þá segir Motor að það skorti á breidd í framboði á bílagerðum en í þeim efnum sé styrkur keppinautanna mikill. Þannig hafi evrópsku framleiðendurnir svarað kóresku samkeppninni með lægra verði. Sem dæmi um það er nefnt að Ford Mondeo og Peugeot 407 lhafa verið lækkaðir umtalsvert í verði. Sömuleiðis sé eldri gerðin af Renault Clio nú á sérstöku afsláttarverði sem sé lægra en á sambærilegum kóreskum bílum.
Aðrar umtalsverðar breytingar á markaðshlutdeild milli 2005 og 2006 eru eftirfarandi:
* VW bætir hlutdeild sína úr 8,0% í 9,5% og er nú kominn fram úr Toyota..
* Opel og Fiat hafa báðir stöðvað fallandi markaðshlutdeild og eru jafnt og þétt teknir að vinna á.
* Renault bætir sinn hlut verulega, ekki síst vegna hagstæðs verðs á eldri gerðinni af Clio um þessar mundir.
* Seat Hefur tekist að hægja verulega á ört fallandi markaðshlutdeild sinni. Þar munar mestu um Seat Leon sem var útnefndur bíll ársins 2006 í Danmörku og líka Seat Altea.
* Honda hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína. Geta skal fless þó að hún var verulega lág í fyrra.
* Lúxusbílarnir BMW, Saab og Alfa Romeo hafa mjög bætt hlutdeild sína. Sömuleiðis er góð aukning hjá Audi og Volvo.
* Nissan og Mitsubishi tapa markaðshlutdeild.