Sama niðurstaða og hjá FÍB

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa-fram.jpg

Landssamband kúabænda hefur komist að sömu niðurstöðu og FÍB, þeirri að olíufélögin hafa jafnt og þétt verið að bæta í álagningu sína á eldsneyti. Landssambandið hefur rannsakað málið sjálfstætt og niðurstaðan er sú að álagning félaganna á dísilolíu hefur aukist um tæp 23 prósent á þessu ári.

Í frétt á vefsíðu Landssambands kúabændu um málið segir m.a. að ljóst megi vera að að olíufélögin hafi nýtt sér verð- og gengissveiflur til að auka álagninguna býsna rækilega. Marsmánuður sé þar sér á parti, innkaup virðist hafa verið gerð áður en gengið gaf sem mest eftir, en gengið notað sem skálkaskjól til að hækka útsöluverðið langt umfram hækkun innkaupsverðs.