Sami samdráttur í umferðinni tvær vikur í röð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti verið búin að ná einhverskonar jafnvægi í kjölfar afleiðinga kórónuveiru faraldurins með tilheyrandi fækkun ferðamanna og samdrætti almennt í efnahagslífinu. Umferðin hefur dregist gríðarlega saman en samdrátturinn í viku 14 er eigi að síður nú sá sami eða nánast sá sami og vikunni á undan, viku 13.

Nú þegar 14 vikur eru liðnar af árinu 2020 og meðalumferð á sólarhring í hverri viku árið 2020 er borin saman við meðal sólarhingsumferðina í sömu vikum árið 2019 virðist sem samdrátturinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðina hafi verulega hægt á sér eða jafnvel stöðvast, hvað sem síðar verður.  En samdrátturinn, í viku 14, var hlutfallslega nokkurn veginn sá sami og í vikunni þar á undan en hann nam þá 39,3%.

Þessi tilhneiging er sammerkt með öllum sniðunum þremur þ.e.a.s. að hægt hafi á samdrætti.  Umferð á Hafnarfjarðarvegi dregst lang mest saman í viku 14 eða um tæplega 48% en minnst á Reykjanesbraut eða um tæp 34%.

Samdráttur eftir sniðumMiðað við sömu vikur 2019 

 

 

 Heiti sniðs

 Vika 13

Vika 14 

Hafnarfjarðarvegur
við Kópavogslæk

 
47,6 %


47,6 %

Reykjanesbraut
við Dalveg 

 
34,3 %


33,7 %

Vesturlandsvegur
ofan Ártúnsbrekku 


36,6 %


36,2 %