Samningum verði náð við ríkið um nauðsynlegar fjárfestingar

Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum.

Þetta er m.a sem kemur fram í meirahlutasáttmála þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur sem birt hefur verið og lítur að umhverfis- skipulags- og samgöngumálum.

Í sáttmálanum var samþykkt ný bílastæðastefna. Gjaldskyld svæði verða stækkuð og gjaldskyldutími lengdur. Uppbyggingu hjólastíga verður hraðað. Skoðað verður að leggja sérstakar hjólahraðbrautir og að lykilhjólastígar fái nöfn. Liðkað verði fyrir notkun rafmagnsreiðhjóla, meðal annars með uppsetningu hleðslustöðva.

Í sáttmálanum kemur fram að Reykjavík verði leiðandi í loftslagsmálum og loftgæðum. Unnið verði gegn svifryki og sett verði metnaðarfyllri markmið um hlutdeild vistvænna ferðamáta. Stutt verði við orkuskipti í samgöngum m.a. í grónum hverfum og við fjölbýlishús. Uppbyggingu hjólastíga verður hraðað og skoðað verður að leggja sérstaka r hjólahraðbrautir. Liðkað verði fyrir notkun rafmagnsreiðhjóla, meðal annars með uppsetningu hleðslustöðva.

Ekki er minnst á áform um að setja Miklubraut í stokk í sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta en málið fékk töluverða umfjöllun fyrir borgarstjórnarkosningarnar.