Samstarfssamningur um ökukennaranám endurnýjaður

Samgöngustofa, Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um ökukennaranám til ársins 2028.

Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 skal Samgöngustofa gera samning við skóla á háskólastigi til fimm ára í senn um að þar fari fram ökukennaranám. Í samningnum er kveðið á um tilhögun og tíðni námsins og að námið fari fram samkvæmt námskrá sem Samgöngustofa setur og ráðherra staðfestir.

Samningurinn sem var undirritaður á dögunum gildir í fimm ár eða til 1. apríl 2028 og leysir af hólmi fyrri samstarfssamning sem sömu aðilar gerðu árið 2018.

Upplýsingar um ökukennaranám til almennra réttinda má finna á vef EHÍ

Þann 8. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um ökukennaranám til almennra réttinda, skráning og nánari upplýsingar hér.