Saurgerlabensín

http://www.fib.is/myndir/E.coli-bakteriur.jpg
Saurgerlar eða E.coli bakteríur.

Vísindafólk við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) hefur tekist að láta saurgerla eða E. coli bakteríur framleiða alkóhól sem er með jafn mörg kolefnisatóm í hverju mólekúli og venjulegt bensín.  Þetta nýja efni hefur sama orkuinnihald og bensínið og hægt er að hella því á tankinn á hvaða bíl sem er. Ekki er nauðsynlegt að breyta bílunum á neinn átt, eins og þarf að gera ef bílar eiga að ganga á t.d. 85% alkóhóli.

Saurgerlar eða E. coli bakteríur eru í flestra hugum alvarleg ógn við heilbrigði manna. Færri vita hins vegar að þetta eru um margt mjög gagnlegar örverur og fáar hafa meira verið rannsakaðar. Þær eru auðveldar í ræktun og tiltölulega auðvelt að stjórna þeim og láta þær gera ýmislegt gagn.  Þannig eru E. coli bakteríur notaðar við framleiðslu á insúlíni, fúkkalyfjum og krabbameinslyfjum. Þá er hægt að örva getu bakteríanna til að framleiða etanól og nú hefur einnig tekist að láta þær framleiða svonefnd langkeðju-alkóhól eða þetta gervibensín, sem ekki fyrirfinnst í sjálfri náttúrunni - með allt að átta kolefnisatómum í hverju mólekúli.

Lesa má nánar um þetta á heimasíðu PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences)