Schlesser vann í fyrsta Afríkuáfanganum

The image “http://www.fib.is/myndir/Jean-LouisSchlesser.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Jean-Louis Schlesser.
Fyrsti áfangi Afríkuhluta Dakar rallsins og sá þriðji í rallinu í heild var ekinn í gær. Í fyrradag voru keppendur, aðstoðarfólk og allur bílaflotinn ferjaður yfir Miðjarðarhafið frá Malaga á Spáni til Marokkó. Keppendur voru svo ræstir í gærmorgun af stað frá Nador til Er Rachidia, samtals 672 kílómetra, þar af var 314 km sérleið.
Á sérleiðinni varð Andy Caldecott með besta tímann af mótorhjólafólkinu og efstur í mótorhjólaflokki er Cyril Despres. Í bílaflokki náði Jean-Louis Schlesser besta tímanum á sérleiðinni. Schlesser ekur bíl sem hann hefur sjálfur hannað og byggt úr hlutum frá Ford. Schlesser hefur lengi keppt í Dakarrallinu og alltaf á eigin vegum og ávallt verið meðal þeirra fremstu. Carlos Sainz hinsvegar missti niður forskot sitt frá Portúgal og Spáni og er hann nú sá fjórði í röðinni en efstur er Mitsubishi-liðinn Nani Roma. Í trukkaflokki er Rússinn Vladimir Chagin nú efstur en hann ekur á Kamaz trukk.
Röð efstu keppenda er nú þessi:
Bílar
Rásnr.
             Ökum.(land)             Teg. ökut.
    Tími
2.  306 MASUOKA (JAP)/MAIMON (FR) MITSUBISHI 05:27:40
3.  301 SABY (FRA)/ PERIN (FR) VOLKSWAGEN     05:28:28
4.  307 SAINZ (SP)/SCHULZ (Þ) VOLKSWAGEN 05:28:30    
5.  303 KLEINSCHMIDT (Þ)/PONS (IT) VOLKSWAGEN     05:28:31
6.  300 PETERHANSEL (FR)/COTTRET (FR) MITSUBISHI 05:29:10
7.  309 MILLER (USA)/VON ZITZEWITZ (Þ) VOLKSWAGEN 05:30:52
8.  335 GORDON (USA)/SKILTON (USA) HUMMER 05:31:45
9.  302 ALPHAND (FR)/PICARD (FR) MITSUBISHI 05:31:59
10. 314 SCHLESSER (FR)/BORSOTTO (FR) SCHLES-FORD-RAID 05:32:00


Mótorhjól
1.  001 DESPRES (FR)     KTM  06:03:12
2.  002 COMA (SP) KTM 06:04:28
3.  179 PELLICER (SP) KTM 06:04:51
4.  010 CALDECOTT (ÁS) KTM 06:06:53     00:03:41
5.  004 DE GAVARDO (Kína) KTM 06:06:53
6.  008 CASTEU (FR) KTM 06:08:50
7.  012 FRETIGNE (FR) YAMAHA 06:09:01
8.  023 GRIDER (USA) KTM 06:09:12
9.  003 ESTEVE PUJOL (SP) KTM 06:09:47
10. 095 AGRA CARRERA (SP)     YAMAHA 06:10:33


Trukkar
1. 508  CHAGIN (RÚS)/YAKUBOV (RÚS)/SAVOSTIN (RÚS) KAMAZ
2.  512 BIASION/ (IT)ALBIERO (IT)/DIAMANTE (IT) IVECO
3. 513 DE AZEVEDO (PÓL/MARTINEC (TÉK)/JUSTO (PÓL) TATRA
4. 509 LOPRAIS (TÉK)/GILAR (TÉK)/LOPRAIS (TÉK) TATRA
5. 507 ALEN (FIN)/TORNABELL (SP)/MICOZZI (IT) IVECO

The image “http://www.fib.is/myndir/Dakarrallleidin.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.