Sektað fyrir farsímanotkun í akstri

Umferðarlögreglan í Danmörku fór dagana 1.-7. febrúar  í sérstakt átak gegn aðgæsluleysi ökumanna og hjólandi í umferðinni og sektaði grimmt þá sem staðnir voru að brotum sem greinilega voru framin vegna þess að hugurinn var víðsfjarri akstrinum.

Í átakinu stöðvaði lögregla alls 1.810 ökumenn og hjólreiðamenn og eins og svo oft áður í samskonar lögregluaðgerðum var það í mjög mörgum tilfellum farsímanotkun sem dreifði huga hinna akandi og hjólandi. Af þessum 1.910 sem stöðvaðir voru fengu tæplega þúsund sektarboð.

299 voru sektaðir fyrir ólöglega notkun farsíma sem að vera ýmist að tala í hann án handfrjáls búnaðar eða rýna í skjáinn og lesa og senda SMS skilaboð eða fylgjast með fréttum eða Facebook. Þetta farsímafitl leiðir til að ökulagið verður skrykkjótt, tillitslaust og háskalegt gagnvart öðrum vegfarendum. „Símafólkið“ tekur lítið eftir umferðinni í kring og er samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið, ekkert síður háskalegt í umferðinni en drukkið fólk

Í átakinu voru 148 sektaðir fyrir að aka móti gulu/rauðu ljósi yfir gatnamót, 116 fyrir að spenna ekki öryggisbeltin og 8 reyndust ölvaðir eða í lyfjavímu. Aðrir voru sektaðir fyrir margskonar brot eins og gegn stöðvunarskyldu, fyrir of hraðan akstur o.m.fl.