Sendiherra umferðaröryggismála hjá SÞ í kvikmynd

Senn hefjast sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum á nýrri kvikmynd, The Lady,  sem byggð er á sögu baráttukonunnar Aung San Suu Kyi í Myanmar eða Burma. Aung San Suu Kyi hefur um áratugi verið fangi herforingastjórnarinnar í landinu, eða allt frá því að hún var lýðræðislega réttkjörin leiðtogi þjóðarinnar.

http://www.fib.is/myndir/Finifolk.jpg
Frá v: Steinþór Jónsson formaður FÍB, Ólafur Kr.
Guðmundsson varaformaður, Michelle Yeoh og
Jean Todt forseti FiA.

Það er hins vegar önnur merk kona; leikkonan Michelle Yeoh, sem fer með hlutverk Aung San Suu Kyi í myndinni. Michelle Yeoh hefur um langt árabil starfað ötullega að umferðaröryggis-málum á vettvangi FiA og er nú sérstakur sendiherra umferðaröryggismála hjá Sameinuðu þjóðunum og talsmaður heimsátaksins Áratugur aðgerða gegn umferðarslysum.

FÍB er eitt meðlimafélaga FiA og tekur virkan þátt í alþjóðlegu starfi samtakanna að umferðarör-yggismálum. Félagið hefur átt nokkur samskipti við ýmsa helstu framámenn FiA sem tengjast umferðaröryggismálum, þeirra á meðal eru Michelle Yeoh og Jean Todt, sambýlismaður hennar og forseti FiA.