Síðasta FÍB-spurningin

Rúmlega helmingur þeirra 709 sem gáfu svar við síðustu spurningunni hér á FÍB vefnum sögðust kaupa frá 50-150 lítra af eldsneyti í hverjum mánuði.

Spurningin var þessi: Hvað kaupir þú marga lítra af eldsneyti a bílinn þinn í hverjum mánuði? Svarmöguleikar voru; 1. 0-50 lítrar. 2. 50-150 lítrar og 3. 150 lítrar eða meir.

http://www.fib.is/myndir/Eldsn.kaup.jpg

Miðað við verð bensínlítrans í dag, föstudaginn 7. júní sem er 246 krónur víðast hvar, þá þarf sá sem kemst af með 50 lítra af bensíni á mánuði að kosta til þess um 12.300 krónum sem hlýtur að vel sloppið.

Sá sem þarf 150 lítra á mánuði kostar til þess 36.900 krónum og sá sem kemst ekki af með minna en 250 lítra þarf að greiða 61.500 krónur mánaðarlega. Geta má þess ennfremur að rétt tæpur helmingur þessara fjárhæða eru skattar í ríkissjóð.

Nú er komin ný spurning inn á heimasíðu FÍB. Hún er sett þar inn að gefnu tilefni. Tilefnið er það að í lok nýafstaðinnar sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu barst fyrirspurn um ástæður þess að keppendur voru nánast alfarið karlkyns, með einni undantekningu þó. Þessvegna spyrjum við nú: Er það konan eða maðurinn sem ekur bílnum þegar fjölskyldan bregður sér í sumarleyfis- eða helgarferð – eða kannski dóttir eða sonur í fjölskyldunni?