Skattheimta upp á allt að 60 þúsund milljónir á ekki að fá flýtimeðferð

Ákvörðun sem felur í sér nýja skatt­heimtu upp á allt að 60.000 millj­ónir króna þarf því að vanda gríð­ar­lega. Hún á ekki að fá flýti­með­ferð. Hver er t.d. vilji Íslend­inga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferð­inni. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í aðsendri grein um fyrirhuguð Veggjöld sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, MA í stjórnmálafræði, skrifar og birtist í Kjarnanum um helgina.

Í grein Gunnars Hólmsteins segir ennfremur ástand margra vega hefur lengi verið mjög slæmt og nú finnst (ráða)­mönnum kom­inn tími til þess að bæta úr því. Þess vegna hafa menn fengið þá hug­mynd að leggja á veggjöld, til þess að fjár­magna það sem er kallað ,,inn­viða­upp­bygg­ing“ og er þá yfir­leitt verið að tala um vegi og sam­göngu­mann­virki.

Fram kemur í greininni að hér séu um stórar upp­hæðir á ferð­inni og hefur Jón Gunn­ars­son, fyrrum sam­göngu­ráð­herra og nú sér­stakur tals­maður Sam­göngu­á­ætl­unar nefnt töl­una 60 millj­arða í þessu sam­hengi. Sex­tíu þús­und millj­ón­ir!

Til sam­an­burðar voru tekjur rík­is­ins af elds­neyti og bif­reiða­gjöldum árið 2016 um 44 millj­arðar en fram­lag rík­is­ins til Vega­gerð­ar­innar var hins vegar ein­ungis um 25 millj­arðar (um 57% af þessum pen­ing­um). Hvað er gert við hin 43 pró­sent­in? Væri ekki hægt að nota meira af þessu fé í inn­viði.

Grein Gunnars Hólmsteins í Kjarnanum má í heild sinni nálgast hér.