Skoda Kodiaq

Hinn nýi Skoda Kodiaq verður sýndur á Parísarbílasýningunni í lok þessa mánaðar og kemur í ,,búðir” í Evrópu á fyrri hluta næsta árs. Skoda í Tékklandi vonast til að þessi bíll verði ekki síður vinsæll en bæði Octavia og Superb bílarnir hafa verið og ekki síst á norðlægari slóðum álfunnar.

Skoda Kodiaq er sjö manna bíll og verður fáanlegur bæði framhjóla- og fjórhjóladrifinn og ýmist með sex gíra handskiptingu eða DSG-sjálfskiptingu. Í framhjóladrifnu gerðinni verður 1,4 l bensínvél í boði í tveimur útgáfum, ýmist 125 eða 150 ha. sem og 150 ha. tveggja l dísilvél.

Í fjórhjóladrifnu gerðinni verður 150 ha. útgáfa bensínvélarinnar í boði og einnig 2ja l, 180 ha. bensínvél. Ennfremur verður 2ja l dísilvél í boði í tveimur útgáfum; 150 og 190 hestafla.