Skoda Octavia besti bíllinn

Skoda Octavia árg. 2007.
Samkvæmt könnun meðal lesenda breska bílatímaritsins Auto Express telja lesendur tímaritsins að Skoda Octavia sé besti bíllinn í Bretlandi um þessar mundir. Spurt var um atriði eins og kaupverð og hvað fengist fyrir peninginn, endursöluverð, reksturskostnað, aksturseiginleika, þægindi o.fl. Þegar þátttakendur í könnuninni vógu þessi og önnur atriði saman varð niðurstaðan sú að Skódinn varð stigahæstur og hlaut titilinn bestu bílakaupin í Bretlandi. Í öðru sæti varð Lexus RX.
Niðurstöður könnunarinnar hafa ekki enn verið birtar í Auto Express sjálfu en þeirra er vænst í tölublaðinu sem kemur út í fyrramálið. Auto Motor & Sport í Svíþjóð hefur hins vegar komist yfir niðurstöðurnar og segir að alls hafi yfir 30 þúsund manns tekið þátt í könnuninni. Sigurbíllinn er seinasta (önnur) kynslóð Skoda Octavia og óneitanlega hlýtur niðurstaðan að snerta nokkuð óþyrmilega við framleiðendum Lexus RX sem varð í 2. sæti sem fyrr segir, BMW 5 sem varð í 5. sæti, Mercedes Benz E sem varð í 14. sæti, Porsche Boxter sem varð í 29. sæti og Jaguar X-Type sem varð í 55. sæti.
Röð bílanna í 20 efstu sætunum er annars þessi:
1 Skoda Octavia (nýja kynslóðin)
2 Lexus RX
3 Honda S2000
4 Honda Civic (nýja kynslóðin)
5 BMW 5-series (nýja kynslóðin)
6 BMW 5-series (gamla kynslóðin)
7 Mazda 6
8 Toyota Corolla (nýja kynslóðin)
9 Volkswagen Golf (nýja kynslóðin)
10 Honda Jazz
11 Mazda 3
12 Lexus IS (gamla kynslóðin)
13 Honda Accord (nýja kynslóðin)
14 Mercedes E-klass (nýja kynslóðin)
15 BMW 3-serien (nýja kynslóðin)
16 Rover 75
17 Toyota RAV4 (gamla kynslóðin)
18 Audi A6 (nýja kynslóðin)
19 Ford Focus (nýja kynslóðin)
20 Land Rover Discovery (nýja kynslóðin)
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

