Skynsamlegar hugmyndir samgönguráðherra

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór Jónsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að full ástæða er til að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og fleiri þingmönnum fyrir stórhuga áform um löngu tímabærar úrbætur á umferðarmestu þjóðvegum landsins til og frá höfuðborgarsvæðinu. Það er rétt hjá Sigurði Inga að við getum ekki beðið lengur eftir því að auka öryggi á þessum leiðum og bæta afkastagetu þeirra. Fullyrða má að allir séu því sammála.

Steinþór segir í grein sinni að fjármögnun framkvæmdanna með vegtollum hefur hins vegar farið öfugt ofan í meirihluta landsmanna. Fólki finnst skattlagning á bíla og umferð nógu mikil nú þegar og aðeins hluti þess fjár skilar sér til vegamála. Vegtollar eru dýr og röng leið til að skattleggja umferðina.

Steinþór Jónsson Formaður FÍB

Þess vegna er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur vakið máls á annarri og skynsamlegri fjármögnunarleið en vegtollum, sem sé að nýta arð af opinberum fyrirtækjum. Það er alltaf virðingarvert þegar stjórnmálamenn kunna að bakka frá fyrri hugmyndum til að finna betri lausnir.

Steinþór heldur áfram og segir: Rætt hefur verið um að ávaxta arð af Landsvirkjun í útlöndum til seinni tíma nota. Margfalt betri ávöxtun fæst af því að nota fjármunina nú þegar í úrbætur í vegakerfinu eins og samgönguráðherra hefur vakið máls á. Öruggari vegir og greiðari samgöngur skila sér í minni slysakostnaði og hagvexti. Reynslan af tvöföldun Reykjanesbrautar er besta dæmið um þennan ávinning.

Að lokum segir Steinþór: Við erum öll í sama liði og öll notendur samgöngumannvirkja á einn eða annan hátt. Umferðaröryggi er okkar hjartans mál því slysin tengjast okkur öllum. Finnum leið til framkvæmda – saman.