Slysum fækkað þar sem meðal­hraðamynda­vél­ar eru í notkun

Um þess­ar mund­ir er verið að ganga frá og stilla fyrstu meðal­hraðamynda­vél­arn­ar á Íslandi. Þess­ar hraðamynda­vél­ar munu vakta Grinda­vík­ur­veg og ekki ósenni­legt að ef tækn­in reyn­ist vel verði hún tek­in í notk­un víðar um landið.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn Kristjáns­son, sé­fræðing­ur hjá FÍB, að meðal­hraðamynda­vél­ar hafi ýmsa kosti fram yfir svk. punkt­hraðamynda­vél­ar.

„Meðal­hraðamæl­ing­ar þekkj­ast víða er­lend­is og virka alla jafna þannig að kerfið ljós­mynd­ar bíl á ein­um stað og les núm­era­plöt­una, og mynd­ar bíl­inn síðan aft­ur nokkru seinna með sama hætti. Með því að mæla hve lang­an tíma það tók bíl­inn að ferðast á milli þess­ara tveggja punkta má reikna út meðal­hraðann og gefa út sekt ef bíln­um var ekið yfir há­marks­hraða.“

Björn seg­ir punkta­hraðamynda­vél­ar m.a. hafa þann ókost að öku­menn geta hægt ferðina rétt á meðan þeir aka fram hjá mynda­vél­inni en svo aukið hraðann á ný, en með meðal­hraðamynda­vél megi tryggja akst­ur á lög­leg­um hraða yfir lang­ar vega­lengd­ir. „Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa líka sýnt að öku­menn halda áfram að aka á lög­leg­um hraða í lengri tíma eft­ir að þeir hafa ekið í gegn­um mæl­i­svæði meðal­hraðamynda­véla en ef þeir aka fram hjá punkta­hraðamynda­vél­um,“ út­skýr­ir hann.

Jafn­framt bend­ir Björn á að reynsl­an er­lend­is sýni að þar sem meðal­hraðamynda­vél­ar hafa verið tekn­ar í notk­un hafi tek­ist að fækka al­var­leg­um slys­um um allt að helm­ing, bæði þar sem hraðamæl­ing­in fer fram og einnig utan mæl­i­svæðis­ins.

Þá á nýja hraðamæl­inga­kerfið á Grinda­vík­ur­vegi að senda lög­reglu strax upp­lýs­ing­ar um hraðabrot svo út­búa má sekt­ir án taf­ar. Þýðir þetta m.a. að er­lend­ir ferðamenn munu síður geta sloppið frá sekt­un­um.

„Hér á landi hef­ur kerfið ekki verið galla­laust og vakti FÍB at­hygli á því í lok sein­asta árs að yfir 95% hraðabrota er­lendra ferðamanna sem náðust á mynd voru lát­in falla niður. Var­lega reiknað mátti því áætla að árið 2018 hafi þurft að fella niður 250 millj­ón­ir króna í hraðasekt­um sem ekki tókst að inn­heimta,“ seg­ir Björn.

„Það er ekki nóg að setja bara upp vél­arn­ar held­ur þarf að tryggja virkn­ina alla leið svo all­ir öku­menn séu jafn­ir fyr­ir um­ferðalög­un­um hvort sem þeir eru bú­sett­ir hér á landi eða er­lend­is.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.