Sportbílasýning Porsche

Það er fátt sem jafnast á við ferðalag í Porsche á íslenskum sumardegi en Bílabúð Benna ætlar að framkalla þá tilfinningu á Sportbílasýningu Porsche laugardaginn 27. maí. Aðalnúmerið er frumsýning á 718 Cayman.

Bílabúð Benna mun stilla upp á svæðinu öllum kynslóðum af Porsche 911, en hann hefur verið kallaður goðsögn sportbílanna og ekki að ástæðulausu.

Þá munu nokkrir glæsilegir Porsche Macan, Cayenne og Panamera gleðja sýningargesti.

Sportbílasýning Porsche stendur yfir frá klukkan 12:00 - 16:00.