Stærri bílarnir eru ekki alltaf öruggari

http://www.fib.is/myndir/ADAC-arekstur.jpg

Vissulega er það lögmál að þegar stór og þungur og lítill og léttur bíll rekast saman þá verða afleiðingar árekstursins alla jafna verri fyrir litla bílinn auk þess sem minna innanrými í þeim litla eykur líkur á meiðslum og dauða miðað við þann stærri.

En þó er þetta ekki lengur einhlítt að litli bíllinn og fólkið í honum fari verr út úr árekstri en sá stærri og þeir sem í honum eru. Aldur bílanna og öryggisbúnaður skiptir hér miklu máli. Þetta var staðfest á dögunum í árekstursprófi sem ADAC, hið þýska systurfélag FÍB gerði fyrir m.a. FDM í Danmörku.

Árekstrarprófið sýnir að þegar eldri bíll af meðalstærð rekst á nýjan smábíl er líklegra að fólkið í stóra gamla bílnum fari verr út úr árekstrinum en þeir sem eru í þeim litla. Meginástæður þessa eru þær að nýi bíllinn er beinlínis hannaður með það fyrir augum að hann veiti fólkinu í honum sem mesta vernd. Í honum eru krumpusvæði og sérstakar styrkingar auk fjölda loftpúða, öryggisbelta með sjálfvirkri strekkingu og átaksdempun og fleiru sem ekki er til staðar í gamla stærri bílnum.

Í þessu umrædda árekstursprófi var Ford Sierra frá 1987 látinn rekast saman við nýjan Ford Fiesta á 64 km hraða. Þetta er sami hraði og EuroNCAP notast við í sínum árekstrarprófunum. Eftir áreksturinn reyndist erfitt að losa árekstrarbrúðuna undir stýrinu úr flakinu af Sierra bílnum þar sem hún var illa klemmd upp að mælaborðinu og stýrinu og bíllinn það aflagaður að ekki var hægt að opna hurðir nema með öflugum verkfærum.

Allt aðra sögu var að segja um Fiestuna. Þar virkaði allur öryggisbúnaðurinn – Beltin héldu ökumanninum í sætinu, loftpúðarnir virkuðu rétt, fólksrými bílsins aflagaðist miklu minna, fótarýmið hafði nánast ekkert aflagast og hurðir opnuðust auðveldlega.

„Þetta áreksturspróf sýnir skýrt og greinilega hversu öryggisþróunin hefur verið ör og hversu bílar eru orðnir miklu öruggari en fyrir 20 árum. Prófið sýnir sömuleiðis hversu mikilvægt það er að aka í bílum með réttan öryggisbúnað. Það sýnir líka hversu óskiljanlegt það er þegar stjórnvöld, eins og þau dönsku, skattleggja ótæpilega þá sem velja að kaupa sér nýja og örugga bíla,” segir Thomas Møller Thomsen framkvæmdastjóri FDM í Danmörku.

Áreksturspróf þetta var framkvæmt í tilefni af því að 20 ár eru síðan ADAC og systurfélög þess í Evrópu hófu að árekstursprófa bíla. Tíu árum síðar – árið 1997 stofnuðu evrópsku bifreiðaeigendafélögin og fleiri aðilar EuroNCAP sem hefur árekstursprófað bíla síðan. Prófanir EuroNCAP fara fram í Bretlandi og Þýskalandi og annast ADAC prófanirnar í síðarnefnda landinu fyrir EuroNCAP. Jafnframt gerir ADAC ennþá prófanir á eigin vegum og þá oft í samvinnu við einstök bifreiðaeigendafélög eins og FDM. Þá hefur ADAC árekstursprófað kínverska jeppann Landwind og kínverskan stóran fólksbíl sem sala er hafin á í Þýskalandi. Báðir þessir bílar reyndust mjög lélegir og fólksbíllinn þó ekki síst. ADAC segir að hann sé lélegasti bíll sem nokkru sinni hafi verið prófaður hjá félaginu.
http://www.fib.is/myndir/ADAC_SieraFiesta.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bílarnir voru báðir á 56 km hraða þegar þeir voru látnir rekast saman.


The image “http://www.fib.is/myndir/ADAC-Siera.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/ADAC-Siera2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Yfirbygging Sierunnar er verulega skemmd og aflöguð og klippa varð flakið sundur til að ná brúðunni út.

http://www.fib.is/myndir/ADAC-Fiesta.jpg

 
Fólksrými Fiestunnar var heillegt eftir áreksturinn og dyrnar opnuðust auðveldlega með handafli.