Starfsemi Volkswagen í Wolfsburg af stað á ný

Stærsta bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi hóf starfsemi að nýju í dag eftir nokkurra vikna lokun sökum kórónafaraldursins.

Um átta þúsund starfsmenn snéru að nýju til vinnu í verksmiðjunni í Wolfsburg. Verksmiðjan verður ekki í fullum afköstum til að byrja með en þó gera forsvarsmenn Volkswagen ráð fyrir að 1400 nýir bílar verði framleiddir fyrir vikulok og alls sex þúsund bílar á næstu tveimur vikum.

Áætlanir eru um að opna verksmiðjur Volkswagen í Portúgal, Spáni, Rússlandi, Suður-Afríku, Tékklandi og Suður-Ameríku í vikunni. Nokkrir aðrir bílaframleiðendur hyggjast var af stað á ný í þessari viku.