Stefnt á núll-lausnina

http://www.fib.is/myndir/Beyglubill.jpg
Nýtt umferðarráð stefnir að núll-lausninni - að ekkert dauðaslys verði í umferðinni.


Samgönguráðherra, Kristján L. Möller hefur skipað nýtt umferðarráð sem kom saman til síns fyrsta fundar þann 19. febrúar sl. Hið nýja umferðarráð sendi frá sér þessa ályktun í lok fundarins:

„Nú þegar hafa þrír einstaklingar látist það sem af er þessu ári í umferðarslysum. Það er óásættan legt. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í baráttunni gegn umferðarslysum. Markmið okkar er að enginn látist í umferðarslysum og alvarlegum slysum í umferð fækki til muna.

Bent er á í þessu sambandi að ekkert banaslys varð á sjó á síðasta ári hér við land, sem er afrakstur áralangrar baráttu fyrir öryggi sjómanna. Sama þróun hefur átt sér stað í flugi, en enginn hefur látið lífið í íslenskt skráðu loftfari á síðastliðnnum átta árum. Það gefur okkur von um að slíkum árangri sé hægt að ná í umferðinni.

Umferðarráð hvetur eindregið til þess að landsmenn allir og stjórnvöld stuðli að því að slík framtíðarsýn sé möguleg.“