Stiklur úr 80 ára sögu FÍB

Fjallað var um FÍB í staðarblaðinu Reykjavík vikublað sl. laugardag.

Farið var yfir sögu félagsins frá stofnun þess fyrir rúmum 80 árum og fram til dagsins í dag. Með umfjölluninni birtist fjöldi mynda úr myndasafni FÍB, en af þeim og umfjölluninni má að nokkru lesa hversu samfélagið og sérstaklega þó innviðir þess sem að samgöngum lúta, hafa breyst í áranna rás.

Nálgast má umfjöllun Reykjavíkur vikublaðs sem PDF skjal hér.