Stór bílasölusamningur

Fyrir helgina var undirritaður samningur í milli B&L/Ingvars Helgasonar ehf og bílaleigunnar ALP um kaup á 215 bílum fyrir bílaleiguna. Nýju bílarnir eru frá Hyundai, Nissan, Land Rover og Renault. Þeir verða allir afhentir á tímabilinu maí til júní.

http://www.fib.is/myndir/BilakallarB&L.jpg
Við undirritun kaupsamninga um 215 nýja bíla: F.V.
Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs
B&L/Ingvars Helgasonar ehf, Skúli K.Skúlason fram-
kvæmdastjóri sölu pg markaðssviðs B&L/Ingvars
Helgasonar ehf, Hjálmar Pétursson framkvæmdastjóri
ALP og Þorsteinn Þorgeirsson þjónustu- og flota-
stjóri ALP.

 Bílaleigan ALP er einkaleyfishafi fyrir alþjóðlegu bílaleigumerkin Avis og Budget, en Avis er ein stærsta bílaleiga heims. Við þessi kaup var sérstaklega leitað eftir því að nýju bílarnir væru sem allra sparneytnastir og umhverfismildastir sagði Hjálmar Pétursson framkvæmdastjóri ALP bílaleigunnar við undirritun kaupsamninganna í lok síðustu viku. Hann sagði að hluti nýju bílanna 215 féllu undir skilgreiningu Reykjavíkurborgar um vistvæna bíla, sem þýddi m.a. það að ekki þarf að greiða stöðugjöld fyrir þá í bílastæði borgarinnar. Hjálmar sagði ennfremur að góðar horfur væru á komum erlendra ferðamanna til landsins í ár og allt benti til að bókanir hjá flestum bílaleigum landsins yrðu með besta móti. 
 
B&L/Ingvar Helgason ehf hefur nú þegar gert samninga um sölu á um 400 bílaleigubílum til nokkurra bílaleiga. Að sögn  Skúla K. Skúlasonar framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs B&L/ Ingvars Helgasonar ehf má gera ráð fyrir að heildarmarkaður fyrir bílaleigubíla á árinu verði tæplega 2000 bílar.