Stór innköllun hjá Ford í Bandaríkjunum

Ford bílaframleiðandinn hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla í Bandaríkjunum um 40 þúsund jeppabifreiðar af gerðinni Ford Expedition og Lincoln Navigator.

 Innköllunin er tilkomin vegna bruna sem orðið hafa í vélarrými í 16 bifreiðum á síðustu vikum. Í flestum tifellum hefur eldurinn blossað upp þegar bílarnir voru á ferð og eins þegar þeir voru kyrrstæðir.

Til allra lukku hafa ekki orðið alvarleg slys en þurft hefur að flyta einn á sjúkrahús til aðhlynningar. Á þessu ári hefur Ford gefið út 30 innkallanir í Bandaríkjunum sem nær til 3,5 milljóna bíla, mest allra bílaframleiðenda.