Styrkur svifryks mælist áfram hár

Það hefur varla farið framhjá borgarbúum að svifryksmengun hefur verið mikil svo dögum skiptir síðustu vikurnar en veðurfarið hefur ýtt undir aukna mengun. Stillt veður hefur verið ríkjandi svo dögum skiptir og vart hefur orðið við aukin styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hátt.

Há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Í gær var hlýtt og þurrt veður í borg­inni gerði það meðal ann­ars að verk­um að styrk­ur svifryks var hár í dag sam­kvæmt mæl­ing­um í mælistöðvum við Grens­ás­veg, Hring­braut og Ei­ríks­götu í Reykja­vík.

Sópun á götum og stígum í Reykjavík hófst seinni partinn í mars um leið og var það rúmri viku á undan áætlun.. Fjölförnustu leiðirnar,  allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar voru hreinsaðar fyrst. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs. Í framhaldi af því var farið skipulega um hverfin og húsagötur sópaðar og þvegnar.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu um svifryksmengun í dag hefur verið bent á ýmsa sökudólga sem gætu verið valdar af þessari mengun. Í því sambandi er bent á stóraukna umferð á höfuðborgarsvæðinu og því samfara fari meiri útblástur út í loftið og slit á malbiki eykst.

Í samtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kemur fram að honum finnist of einfalt að ætla að skella skuldinni á bílaflota borgarbúa, og eðlilegt að skoða að hvaða marki t.s ástand vega og lítil þrif stuðla að meiri svifryksmengun. Runólfur nefnir ennfremur að umferð þungra vöruflutningabíla hafi aukist mikið í kjölfar aukinna byggingaframkvæmda. Þetta kunni að eiga stóra sök á vandanum.

Runólfur bendir á að í öðrum löndum séu gerðar mjög strangar kröfur til verktaka um rykbindingu þegar unnið er í þéttbýli og myndi ekki leyfast, eins og hefur mátt sjá á Hörpureitnum, að hafa malarefni óbyrgt, hvað þá þar sem sterkir vindar vindar geta blásið. Hann nefnir líka ástand gatnanna og telur víst að þegar saman fara slitnar götur, sem salt og sandur er borin á og sjaldan þrifið, þá verði til n.k. sandpappírsáhrif sem auki slitið enn frekar og svifryksmengunina um leið.

Í umfjölluninni um þetta mál í Morgunblaðinu er haft eftir Lárusi Jónssyni hjá Hreinsitækni að þjóðvegir í þéttbýli sem heyra undir vegagerðina s.s. Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Miklubraut séu þrifnir fjórum sinnum á ári. Götur borgarinnar séu aðeins þrifnar tvisvar, á vorin og á haustin. Þetta sé allt of sjaldan að hans mati og óhreinindin á götum farin að valda bæði ama og tjóni.. Svo ekki sé talað um svifrykið sem valdið getur heilsutjóni.