Subaru Tribeca fær nýtt andlit

http://www.fib.is/myndir/Tribeca_NYR.jpg
Framendinn er gerbreyttur á 2008 árgerðinni af Subaru Tribeca.

Það gat varla farið öðruvísi en að andlitið á Subaru Tribeca yrði lagað því að það var nánast samdóma álit flestra að hið upphaflega væri forljótt. Neikvæð viðbrögð bílakaupenda var einfaldlega ekki hægt að láta sem vins um eyrun þjóta og nú hefur Subaru endurhannað fésið á bílnum og bíllinn verður stórum andlitsfríðari. Ljóti andarunginn er að breytast í svan.

Þegar hinn nýi jepplingur Subaru, Tribeca kom fyrst fram fyrir tveimur árum var það nánast samdóma álit bílablaðamanna um alla veröld að hér væri kominn einn svipljótasti nýi bíll sem fram hefði komið um langt árabil. En þeir kaupendur sem létu andlitssvip bílsins ekki á sig fá voru á hinn bóginn sammála um að sjáfur bíllinn væri einn sá besti sem þeir hefðu eignast í flestu tilliti.

Subaru hefur nú sent frá sér myndir af árgerð 2008 og breytingin er mikil eins og sjá má af myndunum. En ýmsu fleiru en framendanum hefur verið breytt. Þannig verður aftasta hliðarrúðan stærri og hliðarsvipurinn (línan) þar með beinni.  Þá verða afturljósin einnig stærri.
http://www.fib.is/myndir/SubaruTribeca.jpg

Subaru Tribeca með eldra andlitinu er óneitanlega ekki sérlega fríður.