Tækninni fleygir svakalega hratt fram

„Það er alltaf nóg að gera í því að aðstoða fólk sem þarf á þjónustu okkar að halda. Þó er minna um að verið sé að laga læsingar en áður. Við erum nú mest í því að aðstoða fólk sem hefur týnt bíllyklum. Enn fremur er nokkuð um að fólk brjóti lyklana sína. Nú er að mestu notuð fjarstýring og nota verður síledrín þegar bílinn verður straumlaus en það hefur aldrei aldrei notað og allt situr fast svo að  lyklar brotna oft á tíðum. Umfram allt er gaman að koma fólki til hjálpar í neyð,“ sagði Kristján Ibsen Ingvarsson hjá Neyðarþjónustunni í spjalli við FÍB-blaðið.

Neyðarþjónustan hefur það markmið að vera í fremstu röð á sviði bílaopnana og bíllyklasmíði og sérhæfir sig í smíði og forritun fjarstýringalykla fyrir langflestar bílategundir – jafnvel þó að allir lyklar séu týndir. Neyðarþjónustan leggur mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og vönduð vinnubrögð og vinnur eftir siðareglum bandaríska lásasambandsins (ALOA). Hjá Neyðarþjónustunni fá starfsmenn bestu þjálfun sem í boði er hverju sinni. Lásasmiðir Neyðarþjónustunnar eru metnaðarfullir og leggja sig fram um afla sér þekkingar á viðkomandi sviði og fylgjast með nýjungum, enda eru örar tækniframfarir á hverju ári.

Í því skyni eru þeir duglegir að sækja námskeið í útlöndum og njóta góðs af frábæru tengslaneti Neyðarþjónustunnar við aðra lásasmiði og samtök um allan heim. Lásasmiðir fyrirtækisins þurfa að hafa víðtæka þekkingu á nánast öllu sem snýr að lásum, enda er markaðurinn hér á landi of lítill til að hægt sé að sérhæfa sig á þröngu sviði.

 Bjóða upp á lyklasmíði fyrir flesta bíla

Kristján sagði að þeir hjá Neyðarþjónustunni bjóði upp á að smíða lykla í flestalla bíla. Undantekningin er einkum þegar nýir bíla koma á markað og með þeim nýtt kerfi. Þá  geta liðið tvö ár áður en búið er að smíða tæki  sem hægt er nota til að forrita lykla. Í dag snýst þetta orðið mikið um forritun.

Aðspurður hvort ekki væri kostnaðarsamt fyrir bílaeiganda að láta forrita lykla fyrir sig, sagði Kristján Ibsen svo ekki vera.

„Sé bíllinn er fyrir utan hjá okkur  er kostnaðurinn 8.500 krónur að forrita lykil en vanalega þarf fólk hvort sem er að kaupa lykilinn líka.

Fjarstýringarlykill í bíl kostar á bilinu 24-29 þúsund. Síðan er nokkuð um að bílar séu komnir með svonefnt lyklalaust aðgengi og þá er mjög misjafnt hvað kostar að forrita fyrir þá. því að oft eru slíkir lyklar einungis til frá verksmiðjunni. Því er allur gangur á því hvernig gengur að fá slíka lykla á þokkalega verði. Verðið á þeim getur verið á bilinu 25-80 þúsund,“ sagði Kristján Ibsen.

Stundum getur verið gott að eiga góða vini í útlöndum

  „Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi, allar breytingar gerast hratt svo að maður verður að vera vakandi. Hingað geta komið ákveðin bíltegund af sömu árgerð með  með fjögur mismunandi kerfi. Svo má ekki heldur gleyma því að það eru margir að flytja t.d. inn bíla frá Bandaríkjunum með allt önnur kerfi. Enga aðstoð er að fá frá bílaumboðunum því að þau hafa oft á tíðum engar upplýsingar oft. Við þurfum oft að bjarga hlutunum og þá getur oft verið þægilegt að eiga góða vini í útlöndum erlendis og fá þannig svör við ýmsum spurningum. Einungis það eitt að fá lykilskurðarnúmer í bíl er oft aðeins hægt að fá í útlöndum í skjóli góðs tengslanets. Það sparar mikla vinnu og tíma að þurfa ekki að taka lásinn út til að smíða lykil,“ sagði Kristján Ibsen.

Hvað framtíðina áhrærir sýnist Kristjáni Ibsen lyklalaust aðgengi vera smám saman að taka yfir þó að sumir að hafi kvartað yfir að það sé ekki eins öruggt. Ég veit ekki betur en að hægt að sé að setja Teslu í gang með símanum einum svo að framtíðin er óljós en um fram allt spennandi. Tækni fleygir svakalega hratt fram á þessu sviði.