Talið niður fyrir gangandi vegfarendur

Niðurtalningarljós fyrir gangandi vegfarendur voru tengd fyrir helgina á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu.Bætt öryggi er meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna en niðurtalningarljósin hjálpa fólki að virða ljósin. 

Forgangur Strætó eftir Lækjargötu hefur í för með sér  að lengd rauða gönguljóssins getur verið breytileg.

Stýrikerfið nemur strætisvagna þegar þeir nálgast gatnamótin og gefur þeim svigrúm til að komast yfir gatnamótin og á meðan logar rautt á gangandi. Þegar örugg boð hafa borist  inn í kerfið um að strætisvagn sé á leið í gegn hefst niðurtalningin.

Meðan ekki eru komin örugg boð logar rauða niðurtalningin og sýnir 1+ þar til öruggt er að fara í ferli til að skipa yfir í grænt.