Talsmaður neytenda hóar í olíumenn

http://www.fib.is/myndir/GisliSpokesman.jpg
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Talsmaður neytenda kom í síðustu viku í heimsókn í höfuðstöðvar FÍB og átti fund með framkvæmdastjóra félagsins, Runólfi Ólafssyni. Meðal þess sem bar á góma á fundi þeirra voru eldsneytisverðlagsmál.

Í kjölfarið hefur talsmaðurinn boðað til sín fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvern um sig, eftir helgina til að ræða verðmyndun á bifreiðaeldsneyti.

Frá þessu er greint á heimasíðu talsmanns neytenda. Þar segir að boðað sé til fundanna í því skyni að fá upplýsingar um verðmyndun á olíu á neytendamarkaði í ljósi umræðu sem lengi hefur staðið og fer vaxandi með flökti á gengi og heimsmarkaðsverði á olíu.

Þær spurningar sem talsmaður neytenda hyggst freista þess að fá svör við frá fulltrúum olíufélaganna eru:

1.  Hvernig er verðmyndun á bensíni og dísilolíu á neytendamarkaði háttað hjá félaginu (t.d. ef eitthvert sérstakt módel er viðhaft)?

2.  Er samkvæmni í því hvort og þá hversu fljótt verði á þessum vörum á neytendamarkaði er breytt við breytingar á gengi og við breytingar á heimsmarkaðsverði - annars vegar þegar verð í IKR hækkar og hins vegar þegar verð í IKR lækkar?