Telur upplýsingar um verð ekki samræmast lögum

Formaður Neytendasamtakanna telur gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum ekki standast lög en verð hækkar um 67% ef ökumaður borgar ekki innan þriggja tíma. Ábendingar hafa þegar borist til Neytendasamtakanna vegna gjaldtökunnar. þetta kemur fram á ruv.is

Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir almenna umferð rétt fyrir jól og hófst gjaldtaka 2. janúar. Framkvæmd gjaldtökunnar er nýnæmi hér á landi en ekkert innheimtuhlið er við göngin. Þess í stað er vísað á heimasíðuna www.veggjald.is þar sem skrá þarf bifreið og borga innan þriggja tíma.

Ef ekki er borgað innan þriggja tíma fer 2500 króna greiðsluseðill í heimabanka umráðamanns ökutækis fólksbíla og 7000 króna greiðsluseðill fyrir stærri ökutæki. „Það finnst okkur ansi mikil hækkun, eða 67% álag á auglýst gjald. Við höfum sent athugasemdir til Vaðlaheiðarganga og vonumst til að þeir fari eftir því og merki betur við göngin hvað er og einnig lengi þennan frest og á meðan þá teljum við ekki heimilt að innheimta hærra gjald heldur en kemur fram í verðmerkingum við göngin.“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. 

Nánar má lesa um umfjöllunina á ruv.is hér.