Tengiltvinnbifreiðar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota

Það full fljótt farið í það að afnema virðisaukaskattsívilnanir  á tengil tvinnbílum eins og gert er ráð fyrir í drögum fjármála- og efnahagsráðherra að frumvarpi til laga að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að tengil tvinnbílar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota en ívilnunin  samkvæmt þessu falla niður 1. janúar 2021.

Runólfur Ólafsson segir í viðtalinu við Morgunblaðið  að það taki sinn tíma að ná sam­bæri­legu drægi á raf­bíla og ten­gil t­vinn­bíla og á meðan verða hinir kjörnu full­trú­ar auðvitað að vera svo­lítið á tán­um vegna þess að þetta er líka hluti af ein­hverj­um mark­miðum stjórn­valda um að draga úr los­un á kolt­ví­sýr­ingi. Hann telji eðlilegt að halda ívilnununum áfram á meðan unnið sé að orkuskiptum bílaflotans.

Runólfi finnst það svolítið einkennilegt að á sama tíma og menn tala meðal annars um að fara í orkuskipti í samgöngum til þess að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti er alltaf verið að tala í sama orðinu um hvað þetta sé samfélaginu dýrt og pólitíkin virðist ekki alveg geta bæði haldið og sleppt.

Jóhann G. Ólafsson, stjórnarformaður Rafbílasambands Íslands (RÍ) telur tímabært að virðisaukaskattsívilnanir á tengil tvinnbifreiðar verði felldar niður. Hann segir þó rafhlöðustærð eiga að skipta höfuðmáli þegar komi að slíkum aðgerðum. Jóhann telur þetta vera rökrétt enda algjörlega undir notanda tengil tvinnbifreiðar komið hvort hann noti rafmagn eða bensín. Þú getur ekki tryggt það að hann sé keyrður mest á rafmagni. Hann telur þó að á frumvarpinu séu gallar hvað þetta varðar.