Tesla opnar útibú á Akureyri

Útibú bílaframleiðandans Tesla verður opnað á Akureyri í lok árs 2024 eða byrjun árs 2025. Útibúið verði við Baldursnes, í nýbyggingu sem reist verður á lóðinni sunnan við BYKO.

„Tesla mun starfrækja á Akureyri sölu-, þjónustu- og afhendingarmiðstöð og er áætlað að ráða um 10 manns í tengslum við opnunina. Við hlökkum til að skapa nánari tengsl við fólkið á svæðinu sem vill fræðast meira um Tesla og akstur rafbíla,“ segir í tilkynningunni.

Tesla rekur nú þegar sölu-, þjónustu- og afhendingarmiðstöð í Reykjavík. Í tilkynningur kemur fram að opnunin á Akureyri sé mikilvægur þáttur í stækkun Tesla á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að bæta þjónustuna við núverandi og nýja viðskiptavini enn frekar á svæði þar sem vaxandi áhugi er á rafbílum.

Nú eru hátt í 5.000 Tesla ökutæki skráð á Íslandi. „Árið 2022 var Tesla fjórða mest selda bílmerkið á Íslandi, stærsta bílmerkið á einstaklingsmarkaði og fjölskylduvæni jepplingurinn, Model Y, var mest seldi bíll á Íslandi árið 2022.