Það tekur aðeins tvær sekúndur!

Truflun og afvegaleiðing einbeitingar við akstur er alvarlegt umferðaröryggismál. Það þarf ekki nema 2 sekúndna truflun til að valda slysi. Allt að 25% af árekstrum í umferðinni tengjast truflun. Um 25-30% af heildar tíma við akstur er varið í athafnir sem geta truflað eða afvegaleitt.

Violeta Bulc, framkvæmdastjóri samgöngumála hjá Evrópusambandinu, varar við snjallsímanotkun undir stýri.

,,Truflun vegna snjallsíma er orðin einn helsti orsakavaldur umferðarslysa. Skýrslur sýna að símanotkunin hefur farið framúr hraðakstri og ölvunarakstri í samanburði á milli helstu áhættuþátta í tengslum við umferðarslys.“

Violeta Bulc segir ennfremur að 2 sekúndna herferðina mikilvæga til að vekja athygli á hættunni af truflun og afvegaleiðingu í umferðinni.

„Tækni getur hjálpað og Evrópusambandið er að setja í reglur að öryggisviðvörunarkerfi sem greina einbeitingarleysi vegna  þreytu, truflunar eða sljóleika ökumanna verði skyldubúnaður í öllum bílum. Það er lykilatriði að allir vegfarendur séu meðvitaðir um áhættuna af skorti á athygli. Ég styð 2 sekúndna herferðina heilshugar enda verðum við að gera allt sem við getum til að ná markmiðum ESB um engin banaslys í umferðinni árið 2050. Það verður að vekja athygli á því að truflun drepur,“ segir Violeta Bulc.

Með 2 sekúndna herferðinni eru FIA og aðildarfélög þess að vekja okkur til vitundar um áhrif truflunar á öryggi í akstri. Lögð er áhersla á að stuttur athyglisbrestur getur haft mjög alvarlegar og jafnvel banvænar afleiðingar í för með sér.

Hvort sem þú ert bílstjóri, gangandi, eða á reiðhjóli, þá veistu að umferðin krefst stöðugrar athygli. Ef ökumenn fá ekki  þjálfun í notkun og virkni nýjasta öryggisbúnaðar í ökutækjum, þá getur búnaðurinn skert athygli við akstur. FIA I og aðildarfélögin hvetja til aukinnar þjálfunar og vitundar ökumanna um öryggisbúnað ökutækja.  

Forseti FIA-svæðis I, Thomas Møller Thomsen segir að vitneskja um áhrif truflunar við akstur skipti sköpum.

„Ný tækni er í auknum mæli hjálpa ökumönnum en um leið að auka áreiti og truflun. Á meðan sjálfstýrð ökutæki eru ekki  fullkomlega hæf til taka yfir aksturinn, þurfa ökumenn stöðugt að hafa alla athygli við aksturinn. Þess vegna hefjum við þessa herferð í dag í samvinnu við 33 aðildarfélög FIA í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku. Saman vonumst við til að ná athygli tugmilljóna vegfarenda.

Herferðin 2 sekúndur - hjálpar til við að draga úr slysum um allan heim með aukinni öryggisvitund.