Þjóðverjar síga fram úr Norðmönnum í rafbílasölu

Rafbílar njóta aukinna vinsælda í Asíu, sérstaklega þó í Kína, og á sama tíma hefur salan í Bandaríkjunum aukist til muna. Í Evrópu hafa Norðmenn verið í fararbroddi hvað rafbíla snertir og benti fátt til breytinga í þeim efnum. Allt síðasta ár tók salan í Þýskalandi mikinn kipp og miðið við sölutölur seldust fleiri rafbílar í Þýskalandi en í Noregi.

Í Þýskalandi seldust alls 57.533 rafbílar 2019 en í Noregi seldust 56.893 bílar. Þessi samanburður er kannski ósanngjarn þegar íbúafjöldi landanna er borin saman. Rúmar 80 milljónir búa í Þýskalandi en fimm milljónir í Noregi.

Um 200 þúsund rafbílar eru á götum Noregs um þessar mundir og biðlistar eru langir. Búist er við að sölumet verði slegið í sölu á rafbílum í Noregi á þessu ári.