Þrefalt afkastameiri hraðhleðslustöð við Miklubraut

ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva fyrirtækisins með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við fjölorkustöð Orkunnar við Miklubraut. Fjölorkustöð Orkunnar var opnuð í maí 2019 og verður þar hægt að fá alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru á Íslandi auk hefðbundins jarðefnaeldsneytis.

Á nýju hraðhleðslustöðvunum er hægt að hlaða tvo bíla í einu á sömu stöð. Ef tveir bílar hlaða samtímis deilist aflið og verður að hámarki 75kW á hvort tengi. Hámarkshleðslugeta er þó ólík eftir rafbílum. Bíllinn ræður alltaf hversu mikið afl hann tekur svo hleðsluhraði fer eftir hverjum bíl fyrir sig, stöðin gefur alltaf það sem bíllinn biður um hverju sinni.

Stefnt er að því að setja um tíu 150 kW hraðhleðstöðvar á þessu ári og hafa nú tvær þeirra verið settar upp. Um er að ræða algjöra byltingu fyrir rafbílaeigendur því nú tekur enga stund að hlaða.