Tímabundið fjárfestingarátak samþykkt

Þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak var samþykkt á Alþingi um síðustu mánðarmót Heildarfjárheimild til átaksins er alls 17.936 milljónir sem skiptist á nokkra verkefnaflokka. Til samgöngumannvirkja á að verja 6.506 milljónum kr. og af þeim fara 5.660 milljónir króna í verkefni hjá Vegagerðinni.

Lögð er áhersla á að nýta þessa fjárveitingu árið 2020. Ef ekki tekst að hefja skilgreind verkefni fyrir 1. september í ár á að færa framlög til annarra verkefna innan sama verkefnaflokks.

Þá verða framlög færð til annarra verkefnaflokka ef ljóst er að ekki takist að nýta þau innan einstaks verkefnaflokks fyrir 1. apríl 2021. Til að framfylgja þessu verður fylgst náið með tímaáætlunum og áætluðum kostnaði.

 

Verkefni sem fá fjárveitingu til vegaframkvæmda og hönnunar (1.860 m.kr)

 

-          Reykjanesbraut, Krísuvíkurvegur – Hvassahraun (hönnun og framkvæmd 2021-2022) 110 m. kr.

-          Reykjanesbraut, Fjarðarhraun – Mjódd ( hönnun)  30. m. kr.

-          Breiðholtsbraut, Fjarðarhraun – Mjódd (hönnun)   30. m. kr.

-          Hringvegur, Fossvellir – Hólmsá ( hönnun, framkvæmd 2021 – 20222)  110. m kr

-          Hringvegur, Bæjarháls – Vesturlandsvegur  (framkvæmd)    650. m. kr

-          Hringvegur, Skarhólabraut – Hafravatnsvegur  (framkvæmd)  350. m. kr

-          Hringvegur um Heiðarsporð  (framkvæmd)  350. m. kr

-          Snæfellsnesvegur um Skógarströnd ( framkvæmd 2020 og hönnun og framkvæmd 2021.  100 m. kr

-          Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastarndsvegur um Laxá  ( hönnun og framkv. 2020-2022)  100 m. kr

-          Borgarfjarðarvegur, Eiðar – Laufás  (hönnun, framkvæmd 2021-2022)  30 m. kr.