Tímabundin lækkun eldsneytisgjalda ekki til skoðunar

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB,  skoraði á stjórn­völd fyirir nokkrum vikum síðan að lækka gjöld á eldsneyti. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB, segir í samtali við mbl.is í dag að félagið hafi sent erindi á stjórn­völd og óskað eft­ir tíma­bund­inni skatta­lækk­un til að mæta þessum hækkunum og það höf­um við gert áður.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir ekki vera til skoðunar að lækka tíma­bundið gjöld á eldsneyti. „Við mynd­um ekki vilja grípa til örv­andi aðgerða þegar það er spenna í hag­kerf­inu,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is. Bens­ín­verð held­ur áfram að hækka hér á landi og hef­ur aldrei verið dýr­ara.

Verð á bens­íni í dag er 320,9 krón­ur á bens­ín­lítra hjá N1 og 319,3 krón­ur hjá Ork­unni. Lægsta verðið er hjá Costco þar sem verð á bens­ín­lítra er 281,8 krón­ur. Hlut­ur ís­lenska rík­is­ins í bens­ín­verði er í dag um 50 pró­sent.

„Við erum að tala um að hliðra til öðru vöru­gjald­inu sem er lagt á bens­ín, serm er föst krónu­tala, og að lækka ol­íu­gjaldið af díselol­í­unni,“ seg­ir Run­ólf­ur á mbl.is

 „Vöru­gjaldið á bens­íni er 30,2 krón­ur sem við erum með sem viðmið varðandi lækk­un og svo er auðvitað 24 pró­sent virðis­auka­skatt­ur sem leggst ofan á það þannig þetta gæti verið lækk­un um 35 til 40 krón­ur á lítra.“

Fleiri aðilar sem hafa verið okk­ur sam­stíga

Run­ólf­ur seg­ir að hingað til hafi stjórn­völd ekki tekið vel í er­indið. „Það eru fleiri aðilar sem hafa verið okk­ur sam­stíga í þessu eins og til dæm­is ASÍ þannig það er kannski núna þegar þetta virðist ekki vera ein­hver bóla sem stend­ur yfir í einn til tvo mánuði held­ur er þetta því miður eitt­hvað ástand sem er viðvar­andi.“

Bjarni Benediktsson segir í samtalinu á mbl.is að aðgerðir um skatta­lækk­un á eldsneyti séu ekki til skoðunar í augna­blik­inu.

„Við höf­um ekki verið að und­ir­búa slík­ar aðgerðir og ef eitt­hvað er þá myndi ég hall­ast að því að í ljósi vaxta­hækk­anna og versn­andi verðbólgu sem orðið hef­ur frá því að fjár­mála­áætl­un var lögð fram kæmi frek­ar til álita að við mynd­um skoða leiðir til þess að auka aðhaldið og leggja þannig meira af mörk­um til þess að slá niður verðbólgu­vænt­ing­ar.“