Tímamót hjá Tesla

Tímamót urðu í framleiðslu Tesla bílaframleiðandans á dögunum er milljónasti bíll fyrirtækisins var framleiddur. Um var að ræða Model Y bíllinn og sagði Elon Musk, framkvæmdastjóri, þetta stóra stund og bjartsýni ríkti enda seldist bíllinn vel út um allan heim.

17 ár eru liðin síðan Tesla var stofnað en mikil innspýting varð þegar Elon Musk gerðist einn af eigendum 2004. Tesla hefur hafið afhendingar á fyrstu bílunum hér á landi og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Fyrstu sölutölur ættu að koma í ljós um næstu mánðarmót.

Tesla opnaði starfs­stöð sína á Krók­hálsi í fyrrahaust. Grunn­verð á Tesla Model 3 verður um 5,1 millj­ón króna með virðis­auka­skatti og send­ing­ar­kostnaði.