Tölur vestan hafs gefa góð fyrirheit

Bílaframleiðendur geta verið tiltölulega ánægðir í upphafi árs en sölutölur gefa til kynna þó nokkra söluaukningu, bæði í Evrópu og eins vestan hafs. Í Bandaríkjunum heldur GM áfram sínum hlut en framleiðandinn seldi tæplega 200 þúsund bíla í janúar sem er örlítil aukningu frá sama mánuði í fyrra.

Bílaframleiðendurnir Toyota, Nissan og VW geta verið ánægðir með sinn hlut fyrsta mánuð á ársins sem ætti að gefa góð fyrirheit með framhaldið. Toyota seldu rúmlega 167 þúsund bíla sem er aukning um 16,8%


Næst kemur Fiat Chrysler með 132.803 bíla en 12,8% minnkandi sölu. Þá kemur Nissan Group með 123.538 bíla og 10% aukningu og svo Honda með 104.542 bíla og 1,7% minnkun. Þar á eftir kemur svo Subaru með 44.537 bíla og 1,1% aukningu, svo Hyundai 41.243 bíla og 11,3% minnkun og Kia með 35.628 bíla og salan stendur í stað. 

Söluaukningin var mikil Volvo, eða 60,5% en þar á bakvið eru aðeins 5.567 bílar.