Toyota Aygo söluhæstur í Danmörku

Smábíllinn Toyota Aygo var söluhæsti nýi bíllinn í Danmörku á nýliðnu ári. Næstir komu Opel Corsa og Chevrolet Spark. VW Transporter er mest seldi sendibíllinn.

 Af Toyota Aygo voru nýskráðir á árinu 4.343 Toyota Aygo í Danmörku. Aygo varð einnig söluhæstur 2008 en 2009 var það hins vegar Toyota Avensis, en einungis 40 bílar skildu í milli þeirra þá.

4.181 Opel Corsa bíll var nýskráður í Danmörku 2010 og 4.173 Chevrolet Spark þannig að einungis átta bílar skildu í milli þeirra.  

Stærstan hluta nýliðins árs var Fiat 500 sá bíll sem best seldist í Danmörku. Í september dalaði salan á honum hins vegar og Toyota Aygo sótti í sig veðrið.

Af vörubílum seldist Volvo best en alls voru 544 Volvo vörubílar nýskráðir  í Danmörku. Næstir komu MAN (529) og Scania (515).