Toyota Camatte57

http://www.fib.is/myndir/Camaette-2.jpg
http://www.fib.is/myndir/Camaette-1.jpg

Þær ánægjustundirnar í lífinu sem best varðveitast í minninu eru stundirnar sem fjölskyldan, börn og foreldrar, ná að eiga saman í leik og samveru. Í þeim anda kynnti Toyota leikfangabílinn Camatte57 á leikfangakaupstefnu í Tokyo nýlega. Camaette57 er bíll fyrir alla fjölskylduna að sameinast um.

Bíllinn er vissulega bíll. Hann er með vélina aftur í og þriggja sæta og er ökumannssætið fremst fyrir miðju, ekki ósvipað því sem var í ofursportbílnum McLaren F1. Til að krakkarnir geti líka ekið bílnum er hægt að stilla sætið, stýrið og fótstigin þannig að þeir geti haft fulla stjórn á farartækinu.

Ekki höfum við rekist á neitt um vélarafl og hámarkshraða en nafnið Camatte mun þýða eitthvað í námunda við „uppáhald.“ Burðarvirki bílsins er röragrind (Spaceframe) úr léttmálmi eins og sjá má á myndbandinu hér. Talan 57 táknar svo það að 57 fisléttar plastplötur sem fá má í ýmsum litum og mynstrum eru festar á burðarvirkið eins og myndbandið sýnir ágætlega, og gefa þær bílnum endanlegt útlit.