Toyota innkallar tvinnbíla um allan heim

Toyota bílaframleiðandinn hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla bíla af gerðinni Prius og Auris tvinnbíla sem framleiddir voru á árunum 2008 til 2014. Það voru fjölmiðlar í Japan sem greindu frá þessu fyrir helgina. Um er að ræða 2,5 milljónir bíla um allan heim.

Bilun í umræddum bílum kemur fram með þeim hætti að aflrásin á það til að slökkva á sér fyrirvaralaust. Bílunum væri ekki hægt að aka áfram í vissum tilfellum og þeir drepið á sér.

Toyota hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hugbúnaður bílanna verði m.a. uppfærður til að lagfæra bilunina eigendum bílana að kostnaðarlausu.