Toyota innkallar Yaris árgerð 2018-2019

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 37 Toyota Yaris bifreiðar af árgerðunum 2018 til 2019.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lóðning á rásaborði sé ábótavant í búnaði sem tengist hraðhleðslu. Viðgerð felst í skoðun á hleðslubúnaði og útskipti á honum ef þurfa þykir. Viðgerð tekur á bilinu 30 mínútur til 4 klst.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.